Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 07:57 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32