Innlent

Hraustur lestarhestur fagnar hundrað ára afmæli

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sigurpáll Árnason fagnar hundrað ára afmæli í dag en hann ber svo sannarlega ekki aldurinn með sér. Sigurpáll les fimm bækur á viku án gleraugna, er nýhættur að keyra bíl og spilar bridds tvisvar í viku. Hann segist ekki vita uppskriftina að háum aldri og tekur afmælisdeginum með mikilli rósemi.

Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Sigurpál og ræddi við hann um afmælisdaginn. Hann gerði nú ekki mikið úr tímamótunum og vissi ekki hver leyndardómurinn er að baki góðrar heilsu.

„En það er lítið varið í að vera gamall ef maður er ekki með heilsu," segir hann en hann var einn af fyrstu nemendum garðyrkjuskólans í Hveragerði og því liggur nærri að spyrja hvort allt grænmetið hafi gert honum gott. En þá hlær hann.

„Nei, ég hef ekki borðað mikið grænmeti. Ég reykti, en hætti því fimmtugur. Ég er ekki mikill vínmaður, en smakkaði það stundum, en held ég hafi ekki oft orðið mér til skammar," segir Sigurpáll eldhress.

Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×