Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 13:39 Bryndís segir alveg ljóst að lögbannið vinni gegn flokki hennar. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19