Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 12:19 Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann en á netinu logar allt stafna á milli vegna lögbanns sem gert var á fréttaflutning Stundarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir nú í allan morgun til að ná í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Þórólf Halldórsson sýslumann á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbannskröfu á fréttaflutning Stundarinnar, en án árangurs. Sýslumaður féllst á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. Víða er látið að því liggja að Þórólfur sé þar að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins.Samfélagsmiðlarnir loga Vísir greindi frá málinu seinni partinn í gær og í framhaldinu var meðal annars rætt við Sigríði Rut Júlíusdóttur, annan lögmanna Stundarinnar, sem efast um að krafan standist lög. Stundin lýsir því sjálf þegar fulltrúar sýslumanns komu til að framfylgja kröfunni en Kjarninn birti lögbannsbeiðina í heild sinni í gær.Samfélagsmiðlar loguðu, og loga, vegna málsins, eins og til að mynda dv.is hefur rakið. En, þar leyfir ekki af því að hreinlega sé fullyrt að Þórólfur hafi verið að ganga erinda Bjarna og Sjálfstæðisflokksins nú í aðdraganda kosninga, með því að skrúfa fyrir fréttaflutninginn með svo afgerandi hætti. En, Stundin hefur einkum beint sjónum að viðskiptum Bjarna, fréttir sem fjölmiðillinn hefur byggt á gögnunum frá Glitni.Gegnheill Sjálfstæðismaður Bent hefur verið á að Þórólfur sé gegnheill Sjálfstæðismaður, en hann hefur verið í framboði fyrir flokkinn, verið formaður kjördæmaráðs og starfaði innan SUS. Kvennablaðið hefur birt einskonar nærmynd af Þórólfi þar sem ferill hans er rakinn undir yfirskriftinni „Frá SUS til sýslumannaembættis“.Þessi frétt DV frá því júní 1998 gengur nú um samfélagsmiðla og er hún höfð til marks um flokkshollustu sýslumanns.Þar kemur fram að Þórólfur var skipaður sýslumaður á Patreksfirði 1994 í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þaðan fór hann í embætti sýslumanns í Keflavík 2008 en þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og árið 2014 skipaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Þórólf sýslumann höfuðborgarsvæðisins.Flokkshollustan hleypur með Þórólf í gönur Á Facebook er víða í dreifingu frétt DV frá árinu 1998 sem höfð er til marks um flokkshollustu Þórólfs. Reyndar má segja að hann hafi farið offari. Þar er greint frá því að Þórólfur hafi verið grunaður um að hafa staðið að kosningasvindli. Hann var þá varaformaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði og kjörstjóri utankjörfundarkosningar. Þórólfur var meðal annars sakaður um að bera kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjarðar og láta sjúklinga og eldra fólk kjósa. Málið kom til kasta nefndar félagsmálaráðuneytisins sem sagði vinnubrögð sýslumannsins ámælisverð. En ekki er að sjá að þessi framganga hafi haft neina eftirmála í för með sér eða verið steinn í götu Þórólfs sé litið til framabrautarinnar, sem nú er sýslumaður yfir stærsta sýslumannsembætti landsins. Fyrir dyrum stendur fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. Er það samkvæmt óskum Pírata og Vg. RÚV greinir frá því að sá fundur fari líkast til fram á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir nú í allan morgun til að ná í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Þórólf Halldórsson sýslumann á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbannskröfu á fréttaflutning Stundarinnar, en án árangurs. Sýslumaður féllst á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. Víða er látið að því liggja að Þórólfur sé þar að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins.Samfélagsmiðlarnir loga Vísir greindi frá málinu seinni partinn í gær og í framhaldinu var meðal annars rætt við Sigríði Rut Júlíusdóttur, annan lögmanna Stundarinnar, sem efast um að krafan standist lög. Stundin lýsir því sjálf þegar fulltrúar sýslumanns komu til að framfylgja kröfunni en Kjarninn birti lögbannsbeiðina í heild sinni í gær.Samfélagsmiðlar loguðu, og loga, vegna málsins, eins og til að mynda dv.is hefur rakið. En, þar leyfir ekki af því að hreinlega sé fullyrt að Þórólfur hafi verið að ganga erinda Bjarna og Sjálfstæðisflokksins nú í aðdraganda kosninga, með því að skrúfa fyrir fréttaflutninginn með svo afgerandi hætti. En, Stundin hefur einkum beint sjónum að viðskiptum Bjarna, fréttir sem fjölmiðillinn hefur byggt á gögnunum frá Glitni.Gegnheill Sjálfstæðismaður Bent hefur verið á að Þórólfur sé gegnheill Sjálfstæðismaður, en hann hefur verið í framboði fyrir flokkinn, verið formaður kjördæmaráðs og starfaði innan SUS. Kvennablaðið hefur birt einskonar nærmynd af Þórólfi þar sem ferill hans er rakinn undir yfirskriftinni „Frá SUS til sýslumannaembættis“.Þessi frétt DV frá því júní 1998 gengur nú um samfélagsmiðla og er hún höfð til marks um flokkshollustu sýslumanns.Þar kemur fram að Þórólfur var skipaður sýslumaður á Patreksfirði 1994 í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þaðan fór hann í embætti sýslumanns í Keflavík 2008 en þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og árið 2014 skipaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Þórólf sýslumann höfuðborgarsvæðisins.Flokkshollustan hleypur með Þórólf í gönur Á Facebook er víða í dreifingu frétt DV frá árinu 1998 sem höfð er til marks um flokkshollustu Þórólfs. Reyndar má segja að hann hafi farið offari. Þar er greint frá því að Þórólfur hafi verið grunaður um að hafa staðið að kosningasvindli. Hann var þá varaformaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði og kjörstjóri utankjörfundarkosningar. Þórólfur var meðal annars sakaður um að bera kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjarðar og láta sjúklinga og eldra fólk kjósa. Málið kom til kasta nefndar félagsmálaráðuneytisins sem sagði vinnubrögð sýslumannsins ámælisverð. En ekki er að sjá að þessi framganga hafi haft neina eftirmála í för með sér eða verið steinn í götu Þórólfs sé litið til framabrautarinnar, sem nú er sýslumaður yfir stærsta sýslumannsembætti landsins. Fyrir dyrum stendur fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. Er það samkvæmt óskum Pírata og Vg. RÚV greinir frá því að sá fundur fari líkast til fram á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03