Irma heldur ótrauð áfram yfir Karíbahaf Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 23:45 Varað var við lífshættulegum krafti Irmu á Púertó Ríkó en útlit var fyrir að eyjan slyppi við versta veðurofsann í kvöld. Vísir/Getty Auknar líkur eru nú taldar á að fellibylurinn Irma nái landi á meginlandi Bandaríkjanna um helgina eða byrjun næstu viku. Fellibylurinn hefur þegar valdið eyðileggingu á eyríkjum í Karíbahafi og þokast áfram í vesturátt. Irma gekk fyrst á land á Antígva og Barbúda sem liggja á mörkum Karíba- og Atlantshafsins í gærkvöldi. Forsætisráðherrann þar hefur sagt að gríðarleg eyðilegging hafi átt sér stað. Einn er sagður hafa farist. Næst gekk fellibylurinn yfir frönsku yfirráðasvæðin St. Martin and St. Barthélemy. Frönsk yfirvöld segja að mikil eyðilegging hafi átt sér stað þar. Emmanuel Macron, forseti, sagði að mannskaða væri að vænta af völdum Irmu. Tveir eru þegar sagðir hafa farist á eyjunum.Hard to believe we've been able to generate loops like this 3 days in a row. Center of powerful #Irma just north of Puerto Rico. #GOES16 pic.twitter.com/QhVRgzkSYu— NASA SPoRT (@NASA_SPoRT) September 6, 2017 Meira en hálf milljón án rafmagns á Púertó Ríkó Veðurfræðingar hafa fylgst grannt með ferðum og þróun Irmu en hún er talin fimmta stigs fellibylur sem er öflugasti flokkur fellibylja sem er skilgreindur út frá vindstyrk. Samfelldur vindurinn í Irmu hefur mælst um 82 m/s, að því er segir í frétt BBC. Hún er öflugasti fellibylur sem myndast hefur í Atlantshafi frá því að athuganir hófust og næstöflugasti fellibylur sem gengið hefur á land á jörðinni frá því að slíkar mælingar byrjuðu. Í stöðuuppfærslu Veðurstofu Bandaríkjanna vegna Irmu sem var gefin út kl. 21 að íslenskum tíma var varað við að íbúar í Púertó Ríkó væru í lífshættu vegna veðurofsans, sjávarflóða og úrkomu í nótt. Útlit var þó fyrir að auga stormsins færi ekki yfir Púertó Ríkó nú í kvöld. Engu að síður segir The Guardian að fleiri en 600.000 manns séu án rafmagns þar og nærri því 50.000 án drykkjarvatns. Á morgun muni sama hætta verða á ferðum á norðurstönd Hispanjólu og svo á Turks- og Caicoeyjum og suðaustanverðum Bahamaeyjum á morgun og föstudag.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið úr Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í dag, 6. september, þegar Irma gekk á land á eyjum í Karíbahafi.Bandaríska utanríkisráðuneytið skipaði starfsmönnum sínum á Bahamaeyjum að yfirgefa eyjarnar áður en Irma gengur á land þar. Það hefur einnig varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Karíbahafsins. Veðurstofa Bandaríkjanna sagði einnig í stöðuuppfærslu sinni að meiri líkur væru nú á því að Irma gangi á land í Flórída um helgina eða í byrjun næstu viku. Strax ætti að byrjað að fylgjast með fellibylnum á Florida Keys-rifjunum sunnan af meginlandinu og á Flórídaskaga sjálfum á morgun, fimmtudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á Flórída, Jómfrúareyjum og á Púertó Ríkó vegna Irmu.Þrír fellibyljir samtímis í Atlantshafi Tveir aðrir fellibyljir eru nú í Karíba- og Atlantshafi auk Irmu. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem slíkt gerist. Hitabeltisstormarnir Katia og José náðu styrk fellibylja í dag. Katia er í Mexíkóflóa en José yfir rúmsjó yfir Atlantshafi, austur af Karíbahafi. CNN segir að ekki sé búist við að José fylgi sömu slóð og Irma að svo stöddu. Hann gæti þó vaxið upp í þriðja stigs fellibyl yfir Atlantshafi. Spáð er að Katia haldi sig nærri ströndum Mexíkó og hafa byggðir á hluta strandlengjunnar þar fylgst með framvindu hennar vegna mögulegra áhrifa fellibyljarins.Stunning photo from a US Air Force Reserve Hurricane Hunters plane shows the sun over the "stadium effect" created by Hurricane #Irma's eye. pic.twitter.com/7ys7bT06of— NBC Nightly News (@NBCNightlyNews) September 6, 2017 Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. 6. september 2017 20:00 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu Einn er sagður hafa farist á eynni Barbúda og 90% bygginganna þar eyðilagðar eftir að Irma gekk þar á land sem fimmta stigs fellibylur í gærkvöldi. 6. september 2017 21:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Auknar líkur eru nú taldar á að fellibylurinn Irma nái landi á meginlandi Bandaríkjanna um helgina eða byrjun næstu viku. Fellibylurinn hefur þegar valdið eyðileggingu á eyríkjum í Karíbahafi og þokast áfram í vesturátt. Irma gekk fyrst á land á Antígva og Barbúda sem liggja á mörkum Karíba- og Atlantshafsins í gærkvöldi. Forsætisráðherrann þar hefur sagt að gríðarleg eyðilegging hafi átt sér stað. Einn er sagður hafa farist. Næst gekk fellibylurinn yfir frönsku yfirráðasvæðin St. Martin and St. Barthélemy. Frönsk yfirvöld segja að mikil eyðilegging hafi átt sér stað þar. Emmanuel Macron, forseti, sagði að mannskaða væri að vænta af völdum Irmu. Tveir eru þegar sagðir hafa farist á eyjunum.Hard to believe we've been able to generate loops like this 3 days in a row. Center of powerful #Irma just north of Puerto Rico. #GOES16 pic.twitter.com/QhVRgzkSYu— NASA SPoRT (@NASA_SPoRT) September 6, 2017 Meira en hálf milljón án rafmagns á Púertó Ríkó Veðurfræðingar hafa fylgst grannt með ferðum og þróun Irmu en hún er talin fimmta stigs fellibylur sem er öflugasti flokkur fellibylja sem er skilgreindur út frá vindstyrk. Samfelldur vindurinn í Irmu hefur mælst um 82 m/s, að því er segir í frétt BBC. Hún er öflugasti fellibylur sem myndast hefur í Atlantshafi frá því að athuganir hófust og næstöflugasti fellibylur sem gengið hefur á land á jörðinni frá því að slíkar mælingar byrjuðu. Í stöðuuppfærslu Veðurstofu Bandaríkjanna vegna Irmu sem var gefin út kl. 21 að íslenskum tíma var varað við að íbúar í Púertó Ríkó væru í lífshættu vegna veðurofsans, sjávarflóða og úrkomu í nótt. Útlit var þó fyrir að auga stormsins færi ekki yfir Púertó Ríkó nú í kvöld. Engu að síður segir The Guardian að fleiri en 600.000 manns séu án rafmagns þar og nærri því 50.000 án drykkjarvatns. Á morgun muni sama hætta verða á ferðum á norðurstönd Hispanjólu og svo á Turks- og Caicoeyjum og suðaustanverðum Bahamaeyjum á morgun og föstudag.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið úr Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í dag, 6. september, þegar Irma gekk á land á eyjum í Karíbahafi.Bandaríska utanríkisráðuneytið skipaði starfsmönnum sínum á Bahamaeyjum að yfirgefa eyjarnar áður en Irma gengur á land þar. Það hefur einnig varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Karíbahafsins. Veðurstofa Bandaríkjanna sagði einnig í stöðuuppfærslu sinni að meiri líkur væru nú á því að Irma gangi á land í Flórída um helgina eða í byrjun næstu viku. Strax ætti að byrjað að fylgjast með fellibylnum á Florida Keys-rifjunum sunnan af meginlandinu og á Flórídaskaga sjálfum á morgun, fimmtudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á Flórída, Jómfrúareyjum og á Púertó Ríkó vegna Irmu.Þrír fellibyljir samtímis í Atlantshafi Tveir aðrir fellibyljir eru nú í Karíba- og Atlantshafi auk Irmu. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem slíkt gerist. Hitabeltisstormarnir Katia og José náðu styrk fellibylja í dag. Katia er í Mexíkóflóa en José yfir rúmsjó yfir Atlantshafi, austur af Karíbahafi. CNN segir að ekki sé búist við að José fylgi sömu slóð og Irma að svo stöddu. Hann gæti þó vaxið upp í þriðja stigs fellibyl yfir Atlantshafi. Spáð er að Katia haldi sig nærri ströndum Mexíkó og hafa byggðir á hluta strandlengjunnar þar fylgst með framvindu hennar vegna mögulegra áhrifa fellibyljarins.Stunning photo from a US Air Force Reserve Hurricane Hunters plane shows the sun over the "stadium effect" created by Hurricane #Irma's eye. pic.twitter.com/7ys7bT06of— NBC Nightly News (@NBCNightlyNews) September 6, 2017
Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. 6. september 2017 20:00 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu Einn er sagður hafa farist á eynni Barbúda og 90% bygginganna þar eyðilagðar eftir að Irma gekk þar á land sem fimmta stigs fellibylur í gærkvöldi. 6. september 2017 21:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15
Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. 6. september 2017 20:00
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu Einn er sagður hafa farist á eynni Barbúda og 90% bygginganna þar eyðilagðar eftir að Irma gekk þar á land sem fimmta stigs fellibylur í gærkvöldi. 6. september 2017 21:23