Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 09:17 Carter Page bar vitni fyrir einni þingnefndanna sem rannsakar afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Vísir/AFP Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila