Satúrnus í návígi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 11:52 Risavaxinn fellibylur í lofthjúpi Satúrnusar sem Cassini náði á mynd í fyrstu dýfunni inn fyrir hringina 26. apríl. ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast. Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast.
Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16