Heilbrigðisráðherra skoðar breytingar á lögum um leyfi til heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór/Ernir Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira