Þess minnst að lög sem bönnuðu samkynhneigð voru afnumin fyrir hálfri öld Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 21:00 Þeirra sem á undan gengu í baráttunni var minnst í þessari fjölmennustu gleðigöngu Lundúna í gær. Vísir/afp Þess var minnst í fjölmennustu gleðigöngu í Lundúnum til þessa í gær að hálf öld er liðin frá því að lög sem bönnuðu samkynhneigð í Englandi og Wales voru afnumin. Þúsundir karlmanna voru dæmdar í fangelsi, til þrælkunarvinnu eða voru vanaðar með lyfjagjöf á meðan lögin voru í gildi. Lög sem bönnuðu samkynhneigð í Bretlandi voru mjög ströng og einhverra hluta vegna var þeim aðallega beint gegn samkynhneigðum karlmönnum. Lögin bönnuðu meðal annars tveimur karlmönnum að búa í sömu íbúðinni nema sannað þætti að tvö aðskilin svefnherbergi væru í íbúðinni. Tugþúsundir karlmanna urðu fórnarlömb þessara laga sem gátu þýtt langvarandi fangelsisvist, þrælkunarvinna eða vönun með hormónagjöf. Þeirra frægastir eru án efa rithöfundurinn og leikskáldið Oscar Wilde sem dæmdur var til tveggja ára þrælkunarvinnu árið 1895, kom þaðan bugaður maður árið 1897 og lést í sárri fátækt þremur árum síðar í París. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur aðdáendum hans ekki tekist að fá hann sýknaðan eftir hans dag. Annar brautryðjandi sem Bretar fóru illa með vegna samkynhneigðar hans var Alan Turing sem almennt er viðurkennt að hafi fundið upp tölvuna. Hann lék lykilhlutverk í Bletchley Park, leynilegri miðstöð Breta í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem Turing með aðstoð tölvu sinnar og aðstoðarmanna leysti leyndardóma Engima dulmálsvélar Nasista sem almennt er talið að hafi stytt stríðið og bjargað tugþúsundum mannslífa. Hann var dæmdur fyrir samkynhneigð árið 1952 og gat valið á milli fangelsisvistar eða vönunar með hormónagjöf. Hann valdi síðari kostinn og eftir það þjáðist hann af þunglyndi og stytti sér aldur árið 1954. Bresk stjórnvöld náðuðu hann og þúsundir annarra samkynhneigðra karlmanna á síðasta ári.Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var kátur í Gleðigöngunni í gær.Vísir/AFPEn það var annar bragur á stöðu samkynhneigða í Lundúnum í gær, fimmtíu árum eftir að lögin voru afnumin, þar sem Sadiq Khan borgarstjórinn fór fremstur í gleðigöngu London Pride. „Hátíðin í dag er sú stærsta í sögu Hinsegin daga og í sögu Lundúna. Það sýnir að Lundúnir eru frábærasta borg í heimi,“ sagði borgarstjórinn við upphaf gleðigöngunnar. Þeirra sem á undan gengu í baráttunni var minnst í þessari fjölmennustu gleðigöngu Lundúna og gamlir menn eins og Roger Rocklar sem muna tímanna tvenna glöddust yfir sigrunum. „Vinur föður míns sagði einu sinni við hann að hann teldi samkynhneigð vera verri en morð. Þetta var ríkjandi viðhorf. Þannig að þegar ég horfi hér í kringum mig í gleðigöngunni, hugsa ég með mér, hvað koma eiginlega fyrir,“ sagði Rocklar og hló innilega greinilega ánægður með breytta tíma. Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Þess var minnst í fjölmennustu gleðigöngu í Lundúnum til þessa í gær að hálf öld er liðin frá því að lög sem bönnuðu samkynhneigð í Englandi og Wales voru afnumin. Þúsundir karlmanna voru dæmdar í fangelsi, til þrælkunarvinnu eða voru vanaðar með lyfjagjöf á meðan lögin voru í gildi. Lög sem bönnuðu samkynhneigð í Bretlandi voru mjög ströng og einhverra hluta vegna var þeim aðallega beint gegn samkynhneigðum karlmönnum. Lögin bönnuðu meðal annars tveimur karlmönnum að búa í sömu íbúðinni nema sannað þætti að tvö aðskilin svefnherbergi væru í íbúðinni. Tugþúsundir karlmanna urðu fórnarlömb þessara laga sem gátu þýtt langvarandi fangelsisvist, þrælkunarvinna eða vönun með hormónagjöf. Þeirra frægastir eru án efa rithöfundurinn og leikskáldið Oscar Wilde sem dæmdur var til tveggja ára þrælkunarvinnu árið 1895, kom þaðan bugaður maður árið 1897 og lést í sárri fátækt þremur árum síðar í París. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur aðdáendum hans ekki tekist að fá hann sýknaðan eftir hans dag. Annar brautryðjandi sem Bretar fóru illa með vegna samkynhneigðar hans var Alan Turing sem almennt er viðurkennt að hafi fundið upp tölvuna. Hann lék lykilhlutverk í Bletchley Park, leynilegri miðstöð Breta í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem Turing með aðstoð tölvu sinnar og aðstoðarmanna leysti leyndardóma Engima dulmálsvélar Nasista sem almennt er talið að hafi stytt stríðið og bjargað tugþúsundum mannslífa. Hann var dæmdur fyrir samkynhneigð árið 1952 og gat valið á milli fangelsisvistar eða vönunar með hormónagjöf. Hann valdi síðari kostinn og eftir það þjáðist hann af þunglyndi og stytti sér aldur árið 1954. Bresk stjórnvöld náðuðu hann og þúsundir annarra samkynhneigðra karlmanna á síðasta ári.Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var kátur í Gleðigöngunni í gær.Vísir/AFPEn það var annar bragur á stöðu samkynhneigða í Lundúnum í gær, fimmtíu árum eftir að lögin voru afnumin, þar sem Sadiq Khan borgarstjórinn fór fremstur í gleðigöngu London Pride. „Hátíðin í dag er sú stærsta í sögu Hinsegin daga og í sögu Lundúna. Það sýnir að Lundúnir eru frábærasta borg í heimi,“ sagði borgarstjórinn við upphaf gleðigöngunnar. Þeirra sem á undan gengu í baráttunni var minnst í þessari fjölmennustu gleðigöngu Lundúna og gamlir menn eins og Roger Rocklar sem muna tímanna tvenna glöddust yfir sigrunum. „Vinur föður míns sagði einu sinni við hann að hann teldi samkynhneigð vera verri en morð. Þetta var ríkjandi viðhorf. Þannig að þegar ég horfi hér í kringum mig í gleðigöngunni, hugsa ég með mér, hvað koma eiginlega fyrir,“ sagði Rocklar og hló innilega greinilega ánægður með breytta tíma.
Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira