Trump gefur í skyn samning við demókrata um sjúkratryggingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 14:25 Nýjasta útspil Trump er ólíklegt að bæta samband hans við leiðtoga repúblikana í þinginu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare. Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare.
Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45