Stungnir til bana þegar þeir vörðu tvær múslímakonur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 23:30 Árásarmaðurinn Joseph Christian var handtekinn af lögreglunni stuttu eftir árásina. Vísir/AFP Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira