Gylfi er ekki bara að bjarga Swansea frá falli heldur líka ferðamannabransanum í borginni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson reynir að halda Swansea í úrvalsdeildinni sem er gott fyrir borgina. vísir/getty Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45
Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00