Segja að þvinganir muni ekki stöðva þá Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 15:50 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og hershöfðingjar hans. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53
Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00
Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15
Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00
Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38