Erlent

Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. Það vilja þeir gera vegna nýjustu refsiaðgerða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem beinast gegn Norður-Kóreu vegna nýjustu kjarnorkuvopnatilrauna ríkisins.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá stofnuninni Korea Asia-Pacific Committee sem heldur utan um utanríkismál Norður-Kóreu og áróður ríkisins. Samkvæmt frétt Reuters kallaði stofnunin eftir því að öryggisráðið yrði fellt niður og sagði það vera „tól illsku“ og aðildarríki þess væru leppar Bandaríkjanna sem búið væri að múta.



Sjá einnig: Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum

Í tilkynningu frá stofnunni, sem finna má á vef ríkismiðils Norður-Kóreu, KCNA, segir að Japan þjóni engum tilgangi og réttast væri að sökkva fjórum eyjum eyjaklasans með kjarnorkuvopnum. Þar að auki sagði í tilkynningunni að Norður-Kóreumenn ættu að beita öllum ráðum til að gera Bandaríkin að ösku og myrkri.

Fimmtán aðildarríki öryggisráðsins kusu öll á mánudaginn að herða aðgerðir gegn Norður-Kóreu. Að þessu sinni var sett bann á útflutning ríkisins á vefnaðarvörum og að draga úr innflutning á eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×