Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 19:44 Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33