Freyr: Mér leið í fyrsta sinn eins og súperstjörnu 15. júlí 2017 13:45 Freyr Alexandersson. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var eins og aðrir í kringum íslenska liðið snortinn af kveðjustundinni sem stelpurnar okkar fengu í Leifsstöð í gær þegar þær héldu til Hollands á EM 2017. Margmenni mætti til að kveðja íslensku stelpurnar og trúðu þær og þjálfarinn vart hvað var að gerast. „Ég held að ég hafi sagt við Ása eftir að við komumst í gegnum mannhafið að þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og einhverri súperstjörnu," sagði Freyr við Vísi á æfingu landsliðsins í Ermelo í dag. „Þegar að þetta hlið opnaðist kom bara blátt haf á móti manni, tónlist og allt kolvitlaust. Þetta var óraunverulegt en geggjuð minning. Maður á eftir að horfa til baka og hugsa að þetta var eitthvað. Maður naut þess geðveikt í gær en núna er einbeitingin sett á æfinguna.“ Íslenska liðið hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu, leikið í auglýsingum og þurft að árita myndir fyrir ungviðið. Nóg hefur verið að gera. „Það sem er gott er að ég var búinn að undirbúa liðið fyrir svona áreiti. Við erum búin að tala um hvernig við stjórnum tilfinningunum. Ég leyfði þeim að njóta kvöldsins. Við erum með fjögurra klukkustunda reglu. Þær fengu að njóta í gær en núna eru allir ferskir og ekki annað að sjá nema allir séu klárir í æfinguna,“ sagði Freyr en hvernig er svo andlegt ástand á liðinu núna? „Ég finn ekki fyrir neinu öðru en mikilli einbeitingu hjá liðinu en auðvitað erum við meðvituð um að þetta er á öðru stigi en nokkurn tíma áður. Það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þetta. En þær eru samt svo ískaldar og flottar að ég hef ekki áhyggjur af einu né neinu.“ Fyrsti leikur er á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Frakkar eru með eitt besta liðið á mótinu. Hvernig ætla íslensku stelpurnar að leggja þær að velli? „Við þurfum að verjast mjög vel. Við þurfum að geta blandað varnarleiknum í pressu og að gera varist djúp. Við erum búin að fara yfir það og hvernig við ætlum að halda einbeitingu í því. Við eigum ekki erfitt með að pressa. Það verður í lagi. Ég hef meiri áhyggjur af lengi köflum í lágpressu,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var eins og aðrir í kringum íslenska liðið snortinn af kveðjustundinni sem stelpurnar okkar fengu í Leifsstöð í gær þegar þær héldu til Hollands á EM 2017. Margmenni mætti til að kveðja íslensku stelpurnar og trúðu þær og þjálfarinn vart hvað var að gerast. „Ég held að ég hafi sagt við Ása eftir að við komumst í gegnum mannhafið að þetta var í fyrsta sinn sem mér leið eins og einhverri súperstjörnu," sagði Freyr við Vísi á æfingu landsliðsins í Ermelo í dag. „Þegar að þetta hlið opnaðist kom bara blátt haf á móti manni, tónlist og allt kolvitlaust. Þetta var óraunverulegt en geggjuð minning. Maður á eftir að horfa til baka og hugsa að þetta var eitthvað. Maður naut þess geðveikt í gær en núna er einbeitingin sett á æfinguna.“ Íslenska liðið hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu, leikið í auglýsingum og þurft að árita myndir fyrir ungviðið. Nóg hefur verið að gera. „Það sem er gott er að ég var búinn að undirbúa liðið fyrir svona áreiti. Við erum búin að tala um hvernig við stjórnum tilfinningunum. Ég leyfði þeim að njóta kvöldsins. Við erum með fjögurra klukkustunda reglu. Þær fengu að njóta í gær en núna eru allir ferskir og ekki annað að sjá nema allir séu klárir í æfinguna,“ sagði Freyr en hvernig er svo andlegt ástand á liðinu núna? „Ég finn ekki fyrir neinu öðru en mikilli einbeitingu hjá liðinu en auðvitað erum við meðvituð um að þetta er á öðru stigi en nokkurn tíma áður. Það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki upplifað neitt í líkingu við þetta. En þær eru samt svo ískaldar og flottar að ég hef ekki áhyggjur af einu né neinu.“ Fyrsti leikur er á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Frakkar eru með eitt besta liðið á mótinu. Hvernig ætla íslensku stelpurnar að leggja þær að velli? „Við þurfum að verjast mjög vel. Við þurfum að geta blandað varnarleiknum í pressu og að gera varist djúp. Við erum búin að fara yfir það og hvernig við ætlum að halda einbeitingu í því. Við eigum ekki erfitt með að pressa. Það verður í lagi. Ég hef meiri áhyggjur af lengi köflum í lágpressu,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Rangæingurinn brosir út að eyrum að sjá kindur bíta gras í bænum þar sem stelpurnar gista og æfa. 15. júlí 2017 13:15
Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27
Guðni forseti mættur til að styðja stelpurnar Íslenska kvennalandsliðið nýtur stuðnings Guðna Th. Jóhannessonar forseta og fjölskyldu hans á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi. 15. júlí 2017 11:36
Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00
Afmælisbarnið Sif: „Ótrúlega sérstök stund“ Stelpurnar okkar voru smá stund að jafna sig eftir kveðjustundina í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 13:30