Fótbolti

Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum

Kjartan Kjartansson skrifar
Kindurnar ljúga ekki. Ísland sigrar Frakkland.
Kindurnar ljúga ekki. Ísland sigrar Frakkland. Wow air
Þekkt er sú hjátrú á Íslandi að spá í kindagarnir. Wow air nýtir hins vegar lifandi kindur til að spá fyrir um úrslitin í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu gegn Frökkum. Kindurnar eru vissar um íslenskan sigur.

Í myndbandi sem flugfélagið birti á Twitter í gær í tilefni ef Evrópumótinu lýsir þulur sem gerir sitt besta til þess að hljóma eins og David Attenborough, náttúrufræðingurinn frægi, tilraun til að fá íslenskar kindur til að spá fyir um úrslit í fyrsta leik stelpnanna.

Í þessari hávísindalegu tilraun þar sem kindurnar þurfa að gera upp á milli heys með íslenska fánanum eða þeim franska velja flestar þeirra Ísland.

Því má líklega ganga að því sem formsatriði að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar gegn Frökkum.


Tengdar fréttir

Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun

Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×