Macron tranar sér fram sem loftslagsleiðtogi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2017 06:00 Macron tók vel á móti Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Nordicphotos/AFP Á annað hundrað þjóðarleiðtoga, ráðherra, auðjöfra og annarra áhrifamanna komu til Élysée-hallar forseta Frakklands í gær. Emmanuel Macron hafði boðið mannfjöldanum þangað til fundar um loftslagsmál. Á meðal gesta voru rúmlega fimmtíu þjóðarleiðtogar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og vonaðist Macron til þess að fundurinn yrði til þess að styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ásamt Macron stóðu Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar að fundinum. Var þar samþykkt að veita fjármagn til fátækari aðildarríkja samkomulagsins sem og að fjármagna tækniþróun á sviði loftslagsmála. Athygli vakti að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var ekki boðið. Það er að öllum líkindum vegna þeirrar ákvörðunar Trumps að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Macron hefur verið einn helsti gagnrýnandi þeirrar ákvörðunar og hefur meðal annars snúið upp á slagorð Trumps, „Make America Great Again“, og breytt því í „Make Our Planet Great Again“. Í viðtali við CBS í fyrrinótt sagði Frakkinn að úrsögnin hefði fært honum sjálfum meðbyr og hvatt hann til að leiða gagnstæða hreyfingu. „Bandaríkin voru búin að skrifa undir. Mér fannst þetta algjör yfirgangssemi hjá Trump að ákveða upp á eigin spýtur að fara og vilja svo semja upp á nýtt. Það er ekki hægt að semja upp á nýtt af því að einn aðili samkomulagsins dró sig út úr því. Ég vil ekki gera það en ég myndi hins vegar taka aftur á móti Bandaríkjamönnum með opnum örmum,“ sagði Macron. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde í gær sagði Macron að þrátt fyrir að Trump hefði dregið ríkið út úr samkomulaginu gætu einkaaðilar, sveitarfélög og ríki hjálpað Bandaríkjunum að standast kröfur samkomulagsins. Á meðal áhrifamanna innan bandarísks samfélags sem mættu voru Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, Arnold Schwarzenegger, umhverfissinni og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, og rafbílarisinn Elon Musk. Síðarnefndu mennirnir eru þó vissulega ekki fæddir í Bandaríkjunum. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem margir vildu sjá bjóða sig fram gegn Trump og Hillary Clinton í fyrra, sagði í gær að umhverfisverndarsinnar víða um heim stæðu í þakkarskuld við Trump fyrir að hafa sameinað andstæðinga sína gegn sér. Bloomberg sagði jafnframt að America's Pledge, samtök fyrirtækja sem lofa að standast kröfur Parísarsamkomulagsins og Bloomberg er í forsvari fyrir, spönnuðu nú um helming bandaríska hagkerfisins. Annar máttarstólpi alþjóðasamfélagsins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, var heldur ekki mætt til fundar í gær. Henni var þó boðið og hún var gagnrýnd í heimalandinu fyrir fjarveru sína. Þykir sú fjarvera benda til þess að Merkel, sem kölluð var „Loftslagskanslarinn“ á sínum tíma vegna baráttu sinnar gegn loftslagsbreytingum, sé að víkja fyrir Macron. Með því að boða til þessa fundar hafi Macron styrkt sig í sessi sem forystumaður hreyfingarinnar. Ýmsir einkaaðilar hafa nú þegar ákveðið að endurskoða stefnu sína þegar kemur að loftslagsmálum. Í fyrrinótt tilkynnti olíufélagið Exxon um heildarendurskoðun áhrifa fyrirtækisins á loftslagið og norski lífeyrissjóðurinn Storebrand greindi frá því í gær að nýr 136 milljarða króna sjóður hans myndi ekki fjárfesta í olíugeiranum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Á annað hundrað þjóðarleiðtoga, ráðherra, auðjöfra og annarra áhrifamanna komu til Élysée-hallar forseta Frakklands í gær. Emmanuel Macron hafði boðið mannfjöldanum þangað til fundar um loftslagsmál. Á meðal gesta voru rúmlega fimmtíu þjóðarleiðtogar, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, og vonaðist Macron til þess að fundurinn yrði til þess að styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ásamt Macron stóðu Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar að fundinum. Var þar samþykkt að veita fjármagn til fátækari aðildarríkja samkomulagsins sem og að fjármagna tækniþróun á sviði loftslagsmála. Athygli vakti að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var ekki boðið. Það er að öllum líkindum vegna þeirrar ákvörðunar Trumps að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Macron hefur verið einn helsti gagnrýnandi þeirrar ákvörðunar og hefur meðal annars snúið upp á slagorð Trumps, „Make America Great Again“, og breytt því í „Make Our Planet Great Again“. Í viðtali við CBS í fyrrinótt sagði Frakkinn að úrsögnin hefði fært honum sjálfum meðbyr og hvatt hann til að leiða gagnstæða hreyfingu. „Bandaríkin voru búin að skrifa undir. Mér fannst þetta algjör yfirgangssemi hjá Trump að ákveða upp á eigin spýtur að fara og vilja svo semja upp á nýtt. Það er ekki hægt að semja upp á nýtt af því að einn aðili samkomulagsins dró sig út úr því. Ég vil ekki gera það en ég myndi hins vegar taka aftur á móti Bandaríkjamönnum með opnum örmum,“ sagði Macron. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde í gær sagði Macron að þrátt fyrir að Trump hefði dregið ríkið út úr samkomulaginu gætu einkaaðilar, sveitarfélög og ríki hjálpað Bandaríkjunum að standast kröfur samkomulagsins. Á meðal áhrifamanna innan bandarísks samfélags sem mættu voru Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, Arnold Schwarzenegger, umhverfissinni og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, og rafbílarisinn Elon Musk. Síðarnefndu mennirnir eru þó vissulega ekki fæddir í Bandaríkjunum. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem margir vildu sjá bjóða sig fram gegn Trump og Hillary Clinton í fyrra, sagði í gær að umhverfisverndarsinnar víða um heim stæðu í þakkarskuld við Trump fyrir að hafa sameinað andstæðinga sína gegn sér. Bloomberg sagði jafnframt að America's Pledge, samtök fyrirtækja sem lofa að standast kröfur Parísarsamkomulagsins og Bloomberg er í forsvari fyrir, spönnuðu nú um helming bandaríska hagkerfisins. Annar máttarstólpi alþjóðasamfélagsins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, var heldur ekki mætt til fundar í gær. Henni var þó boðið og hún var gagnrýnd í heimalandinu fyrir fjarveru sína. Þykir sú fjarvera benda til þess að Merkel, sem kölluð var „Loftslagskanslarinn“ á sínum tíma vegna baráttu sinnar gegn loftslagsbreytingum, sé að víkja fyrir Macron. Með því að boða til þessa fundar hafi Macron styrkt sig í sessi sem forystumaður hreyfingarinnar. Ýmsir einkaaðilar hafa nú þegar ákveðið að endurskoða stefnu sína þegar kemur að loftslagsmálum. Í fyrrinótt tilkynnti olíufélagið Exxon um heildarendurskoðun áhrifa fyrirtækisins á loftslagið og norski lífeyrissjóðurinn Storebrand greindi frá því í gær að nýr 136 milljarða króna sjóður hans myndi ekki fjárfesta í olíugeiranum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira