Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 17:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira
Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira