Liverpool vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Athletic Bilbao í síðasta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu. Tottenham gerði slíkt hið sama með því að leggja Ítalíumeistara Juventus að velli, 2-0.
Roberto Firmino kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu en þeir Ben Woodburn og Dominic Solanke skoruðu mörk Liverpool eftir að Inaki Williams hafði jafnað metin fyrir Athletic.
Leikurinn fór fram í Dublin í Írlandi en Liverpool mætir Watford á laugardag í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði aðeins einum leik í sumar, gegn Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Audi-bikarsins.
Harry Kane og Christian Eriksen skoruðu mörkin í 2-0 sigri Tottenham en helsta áhyggjuefni Mauricio Pohettino, stjóra liðsins, er að Kieran Trippier fór meiddur af velli í leiknum.
Trippier meiddist eftir tæklingu frá Alex Sandro en honum hafði verið ætlað að fylla í skarðið sem Kyle Walker skildi eftir sig í stöðu hægri bakvarðar eftir að hann var seldur til Manchester City.
Leikurinn fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Totttenham mætir nýliðum Newcastle í fyrsta leik sínum á nýju tímabili í Englandi um næstu helgi.
Sigrar hjá Liverpool og Tottenham
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
