Aron Einar Gunnarsson var að vanda í byrjunarliði Cardiff City sem lagði Ipswich 3-1 í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag.
Aron var eini Íslendingurinn sem kom við sögu því Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham sem tapaði 3-1 fyrir Wolves á heimavelli. Jón Daði Böðvarsson sat allan leikinn á bekknum.
Birkir Bjarnason er meiddur en lið hans Aston Villa vann góðan 2-0 sigur á Wigan á útvelli.
Úrslit dagsins:
Blackburn Rovers - Preston North End 2-2
Nothingham Forest - Derby County 2-2
Birmingham City - Newcastle United 0-0
Burton Albion - Brentford 3-5
Cardiff City - Ipswich Town 3-1
Fulham - Wolves 1-3
Norwich City - Barnsley 2-0
QPR - Rotherham United 5-1
Wigan Athletic - Aston Villa 0-2
Aron Einar lék allan leikinn í sigri Cardiff
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


„Það var engin taktík“
Fótbolti

Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn
