Var byrlað nauðgunarlyf: Vísað út af dyraverði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2017 19:00 Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira