Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Periscope kallaði Aurier Blanc m.a. homma og fór einnig niðrandi orðum um samherja sína. Í kjölfarið setti PSG Aurier í ótímabundið bann.
Í skilaboðum sem Drogba birti á Twitter segir hann að „litli bróðir“ sinn (Aurier) hafi fengið ósanngjarna meðferð undanfarna daga.
Drogba segir að Aurier hafi gert mistök en spyr svo hvernig ungir leikmenn geti lært af þeim fái þeir ekki almennilegan stuðning og ráðgjöf. Drogba segir ennfremur að ungir leikmenn þurfi fræðslu, m.a. um hvernig þeir eigi að haga sér á samfélagsmiðlum.
Aurier hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en óvíst er hvort hann spili aftur fyrir PSG, allavega á meðan að Blanc er stjóri liðsins.
#justiceadeuxvitesses @Serge_aurier pic.twitter.com/14s24n9ptQ
— Didier Drogba (@didierdrogba) February 17, 2016