Þrír aðalréttir á boðstólnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2016 06:00 Spurning hvort Mourinho og Wenger lendi í átökum á ný. vísir/getty Arsene Wenger mætir með Skytturnar sínar á Old Trafford í dag. Arsenal hefur ekki sótt gull í greipar United-manna á Old Trafford undanfarin ár en síðasti sigur liðsins á þessum velli kom 17. september 2006. Emmanuel Adebayor skoraði þá eina mark leiksins. Arsenal er með 24 stig í 4. sæti deildarinnar en með sigri fara Skytturnar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Leikur Arsenal og Man Utd fer fram í hádeginu en klukkan þrjú hefst leikur Southampton og toppliðs Liverpool. Man Utd er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við toppliðin.Dortmund í eltingarleik Ólíkt síðustu árum eru það ekki Bayern München og Dortmund sem hafa verið í aðalhlutverki í þýsku deildinni það sem af er tímabili. Nýliðar Red Bull Leipzig og Hoffenheim, undir stjórn hins 29 ára Julians Nagelsmann, hafa stolið senunni í vetur. Þrátt fyrir það hefur Bayern farið vel af stað undir stjórn Carlos Ancelotti og er ósigrað eftir fyrstu tíu umferðirnar í þýsku deildinni. Meistararnir hafa þó aðeins hikstað að undanförnu og gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Gengi Dortmund er hins vegar langt undir væntingum. Hið skemmtilega lið Thomas Tuchel hefur aðeins náð í 18 stig í fyrstu tíu umferðunum og má ekki við því að tapa fleiri stigum í toppbaráttunni. Sigur á Bayern á heimavelli yrði kærkominn og myndi senda sterk skilaboð.Aftur eitt núll? Fyrstu mánuðir Zinedine Zidane í starfi knattspyrnustjóra Real Madrid hafa gengið eins og í sögu. Liðið hefur unnið 25 af 31 deildarleik undir stjórn Zidanes, gert fimm jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það tap kom gegn nágrönnunum í Atlético Madrid. Eins og svo margir leikir Atlético Madrid endaði hann með 1-0 sigri strákanna hans Diegos Simeone. Það sem meira er, þá er þetta eini deildarleikurinn undir stjórn Zidanes þar sem Real Madrid hefur mistekist að skora. Í hinum 30 leikjunum hefur Real Madrid skorað 94 mörk, eða rúm þrjú mörk að meðaltali í leik. Stóra spurningin er hvort Atlético Madrid takist að endurtaka leikinn og gera lærisveinum Zidanes grikk. Og Atlético Madrid þarf á sigri að halda til að missa Real Madrid og Barcelona ekki of langt fram úr sér. Enski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira
Arsene Wenger mætir með Skytturnar sínar á Old Trafford í dag. Arsenal hefur ekki sótt gull í greipar United-manna á Old Trafford undanfarin ár en síðasti sigur liðsins á þessum velli kom 17. september 2006. Emmanuel Adebayor skoraði þá eina mark leiksins. Arsenal er með 24 stig í 4. sæti deildarinnar en með sigri fara Skytturnar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Leikur Arsenal og Man Utd fer fram í hádeginu en klukkan þrjú hefst leikur Southampton og toppliðs Liverpool. Man Utd er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við toppliðin.Dortmund í eltingarleik Ólíkt síðustu árum eru það ekki Bayern München og Dortmund sem hafa verið í aðalhlutverki í þýsku deildinni það sem af er tímabili. Nýliðar Red Bull Leipzig og Hoffenheim, undir stjórn hins 29 ára Julians Nagelsmann, hafa stolið senunni í vetur. Þrátt fyrir það hefur Bayern farið vel af stað undir stjórn Carlos Ancelotti og er ósigrað eftir fyrstu tíu umferðirnar í þýsku deildinni. Meistararnir hafa þó aðeins hikstað að undanförnu og gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Gengi Dortmund er hins vegar langt undir væntingum. Hið skemmtilega lið Thomas Tuchel hefur aðeins náð í 18 stig í fyrstu tíu umferðunum og má ekki við því að tapa fleiri stigum í toppbaráttunni. Sigur á Bayern á heimavelli yrði kærkominn og myndi senda sterk skilaboð.Aftur eitt núll? Fyrstu mánuðir Zinedine Zidane í starfi knattspyrnustjóra Real Madrid hafa gengið eins og í sögu. Liðið hefur unnið 25 af 31 deildarleik undir stjórn Zidanes, gert fimm jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það tap kom gegn nágrönnunum í Atlético Madrid. Eins og svo margir leikir Atlético Madrid endaði hann með 1-0 sigri strákanna hans Diegos Simeone. Það sem meira er, þá er þetta eini deildarleikurinn undir stjórn Zidanes þar sem Real Madrid hefur mistekist að skora. Í hinum 30 leikjunum hefur Real Madrid skorað 94 mörk, eða rúm þrjú mörk að meðaltali í leik. Stóra spurningin er hvort Atlético Madrid takist að endurtaka leikinn og gera lærisveinum Zidanes grikk. Og Atlético Madrid þarf á sigri að halda til að missa Real Madrid og Barcelona ekki of langt fram úr sér.
Enski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira