Þrír aðalréttir á boðstólnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2016 06:00 Spurning hvort Mourinho og Wenger lendi í átökum á ný. vísir/getty Arsene Wenger mætir með Skytturnar sínar á Old Trafford í dag. Arsenal hefur ekki sótt gull í greipar United-manna á Old Trafford undanfarin ár en síðasti sigur liðsins á þessum velli kom 17. september 2006. Emmanuel Adebayor skoraði þá eina mark leiksins. Arsenal er með 24 stig í 4. sæti deildarinnar en með sigri fara Skytturnar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Leikur Arsenal og Man Utd fer fram í hádeginu en klukkan þrjú hefst leikur Southampton og toppliðs Liverpool. Man Utd er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við toppliðin.Dortmund í eltingarleik Ólíkt síðustu árum eru það ekki Bayern München og Dortmund sem hafa verið í aðalhlutverki í þýsku deildinni það sem af er tímabili. Nýliðar Red Bull Leipzig og Hoffenheim, undir stjórn hins 29 ára Julians Nagelsmann, hafa stolið senunni í vetur. Þrátt fyrir það hefur Bayern farið vel af stað undir stjórn Carlos Ancelotti og er ósigrað eftir fyrstu tíu umferðirnar í þýsku deildinni. Meistararnir hafa þó aðeins hikstað að undanförnu og gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Gengi Dortmund er hins vegar langt undir væntingum. Hið skemmtilega lið Thomas Tuchel hefur aðeins náð í 18 stig í fyrstu tíu umferðunum og má ekki við því að tapa fleiri stigum í toppbaráttunni. Sigur á Bayern á heimavelli yrði kærkominn og myndi senda sterk skilaboð.Aftur eitt núll? Fyrstu mánuðir Zinedine Zidane í starfi knattspyrnustjóra Real Madrid hafa gengið eins og í sögu. Liðið hefur unnið 25 af 31 deildarleik undir stjórn Zidanes, gert fimm jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það tap kom gegn nágrönnunum í Atlético Madrid. Eins og svo margir leikir Atlético Madrid endaði hann með 1-0 sigri strákanna hans Diegos Simeone. Það sem meira er, þá er þetta eini deildarleikurinn undir stjórn Zidanes þar sem Real Madrid hefur mistekist að skora. Í hinum 30 leikjunum hefur Real Madrid skorað 94 mörk, eða rúm þrjú mörk að meðaltali í leik. Stóra spurningin er hvort Atlético Madrid takist að endurtaka leikinn og gera lærisveinum Zidanes grikk. Og Atlético Madrid þarf á sigri að halda til að missa Real Madrid og Barcelona ekki of langt fram úr sér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Arsene Wenger mætir með Skytturnar sínar á Old Trafford í dag. Arsenal hefur ekki sótt gull í greipar United-manna á Old Trafford undanfarin ár en síðasti sigur liðsins á þessum velli kom 17. september 2006. Emmanuel Adebayor skoraði þá eina mark leiksins. Arsenal er með 24 stig í 4. sæti deildarinnar en með sigri fara Skytturnar á toppinn, a.m.k. tímabundið. Leikur Arsenal og Man Utd fer fram í hádeginu en klukkan þrjú hefst leikur Southampton og toppliðs Liverpool. Man Utd er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við toppliðin.Dortmund í eltingarleik Ólíkt síðustu árum eru það ekki Bayern München og Dortmund sem hafa verið í aðalhlutverki í þýsku deildinni það sem af er tímabili. Nýliðar Red Bull Leipzig og Hoffenheim, undir stjórn hins 29 ára Julians Nagelsmann, hafa stolið senunni í vetur. Þrátt fyrir það hefur Bayern farið vel af stað undir stjórn Carlos Ancelotti og er ósigrað eftir fyrstu tíu umferðirnar í þýsku deildinni. Meistararnir hafa þó aðeins hikstað að undanförnu og gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Gengi Dortmund er hins vegar langt undir væntingum. Hið skemmtilega lið Thomas Tuchel hefur aðeins náð í 18 stig í fyrstu tíu umferðunum og má ekki við því að tapa fleiri stigum í toppbaráttunni. Sigur á Bayern á heimavelli yrði kærkominn og myndi senda sterk skilaboð.Aftur eitt núll? Fyrstu mánuðir Zinedine Zidane í starfi knattspyrnustjóra Real Madrid hafa gengið eins og í sögu. Liðið hefur unnið 25 af 31 deildarleik undir stjórn Zidanes, gert fimm jafntefli og aðeins tapað einum leik. Það tap kom gegn nágrönnunum í Atlético Madrid. Eins og svo margir leikir Atlético Madrid endaði hann með 1-0 sigri strákanna hans Diegos Simeone. Það sem meira er, þá er þetta eini deildarleikurinn undir stjórn Zidanes þar sem Real Madrid hefur mistekist að skora. Í hinum 30 leikjunum hefur Real Madrid skorað 94 mörk, eða rúm þrjú mörk að meðaltali í leik. Stóra spurningin er hvort Atlético Madrid takist að endurtaka leikinn og gera lærisveinum Zidanes grikk. Og Atlético Madrid þarf á sigri að halda til að missa Real Madrid og Barcelona ekki of langt fram úr sér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira