Erlent

Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær.
Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA
Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands.

Sýrlendingar eru þar meðtaldir en samkomulagið gerir þó ráð fyrir að fyrir hvern þann Sýrlending sem vísað er aftur til Tyrklands verði öðrum sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi og reynir að fá hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum, hleypt inn. 2,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í flóttamannabúðum í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×