Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 15:17 Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið. Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið.
Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira