Gefa sjúklingum meira val Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 15:12 Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Rekstur þriggja nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra sem kynntar voru í morgun. Ráðherra segir að með þessu sé verið að innleiða fleiri rekstrarform innan heilsugæslunnar og aðgengi sjúklinga að þjónustunni muni aukast. Starfræktar eru sautján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru tvær reknar af einkaaðilum. Engin ný heilsugæslustöð hefur verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um tuttugu þúsund. Tillögurnar sem kynntar voru í morgun gera ráð fyrir að fjármagn fylgi sjúklingum. Til dæmis ef þeir kjósa að færa sig á milli heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að markmiðið með þessum tillögum sé að styrkja heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.Gjörbreyta fjármögnunarlíkani „Byrja að vinna okkur upp úr þeirri stöðu sem að hún er í. Í ljósi þess að hér hefur fjölgað á síðustu tíu árum um tuttugu þúsund manns, án þess að ný heilsugæslustöð hafi komið til, er augljóst að við þurfum að gera þetta. Við erum að taka fyrstu skrefin í þá veru með þeim hætti að láta í rauninni sjúklinga hafa meira val um hvar þeir sækja þjónustu. Það gerum við á grunni þess að við gjörbreytum fjármögnunarlíkani starfsemi heilsugæslustöðva,“ sagði Kristján í fréttum Bylgjunnar. Hann segir að sjúklingar þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir þjónustu og þá verði einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða út arð til eigenda. Kristján vonast til þess að hægt verði að bjóða út rekstur nýju heilsugæslustöðvanna á þessu ári. Aðspurður hvað þetta muni kosta ríkissjóð segir Kristján að það verði ekki meira en séu á fjárlögum á þessu ári. „Við eru með beinar fjárveitingar inn í heilsugæsluna um tæpan 6,1 milljarð. Við gerum ráð fyrir því að það sem út úr þessu kemur eftir útboð komi til rekstrar ný heilsugæslustöð eða stöðvar í haust og fjármögnun þeirra er tryggð út árið.“ BSRB sendi frá sér tilkynningu í morgun, sem byggir á ályktun stjórnar bandalagsins frá því í desember. Þar er segist stjórnin andsnúin einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29 Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Stjórn BSRB segir heilsu fólks og heilbrigði ekki geta orðið eins og aðrar vörur á markaði. 25. febrúar 2016 11:29
Eigendum óheimilt að greiða sér arð Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar. 25. febrúar 2016 07:00