Árásirnar í Köln: Einungis tveir hinna grunuðu frá Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2016 10:00 Árásirnar leiddu til mikillar umræðu um stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara í flóttamannamálum. Vísir/AFP Saksóknari í Þýskalandi segir að flestir þeirra sem grunaðir eru um árásir í miðborg Kölnar á nýársnótt séu frá Alsír og Marokkó. Árásirnar vöktu mikil viðbrögð og umræðu bæði í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu en þar sögðust um hundrað konur hafa orðið fyrir kynferðisárás, verið áreittar og rændar. Tilkynningar sem borist hafa lögreglu eru nú 1.054 talsins og snúa 454 þeirra að kynferðisárásum, en sex hundruð að vasaþjófnaði og ránum. Saksóknarinn Ulrich Bremer greinir frá þessu í samtali við Die Welt.Flestir frá Alsír og MarokkóÍ frétt Verdens Gang um málið kemur fram að talsmenn lögreglu í Köln höfðu áður sagt rannsóknina fyrst og fremst beinast að hópi hælisleitenda og ólöglegra innflytjenda í landinu. Af þeim 59 sem nú eru grunaðir um árásirnar koma 25 frá Alsír, 21 frá Marokkó, þrír frá Túnis, þrír frá Þýskalandi, tveir frá Sýrlandi, einn frá Írak, Líbíu, Íran og Svartfjallalandi. Die Welt greinir frá því að alls hafi þrettán manns verið hnepptir í gæsluvarðhald vegna árásanna á nýársnótt og eru fimm þeirra grunaðir um kynferðisbrot.Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands.Vísir/AFPEkki tengja alla inflytjendur við glæpi fámenns hópsHeiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sagði í síðasta mánuði að hann taldi þær hafa verið skipulagðar. „Þegar svo mikill fjöldi manna kemur saman og fremur glæpi, þá getur ekki verið að um tilviljun sé að ræða, heldur hefur þetta á einn eða annan hátt verið fyrirfram ákveðið. Það fer enginn að segja mér að þetta hafi ekki verið undirbúið,“ sagði Haas í síðasta mánuði. Ráðherrann lagði þó mikla áherslu að ekki skuli tengja alla innflytjendur eða hælisleitendur við glæpaverk fámenns hóps.Dreift á samfélagsmiðlaNýráðinn lögreglustjóri í Köln, Jürgen Mathies, segir nú að hann hann telji árásirnar á nýársnótt ekki tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, heldur hafi mannfjöldinn komið saman eftir eftir að auglýsingum var dreift á samfélagsmiðlum. „Einhverjir eiga meira að segja að hafa sagt: „Hæ, förum til Kölnar, þar verður mikið partý“,“ segir hann í samtali við Die Welt. Árásirnar leiddu til mikillar umræðu um stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara í flóttamannamálum. Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Saksóknari í Þýskalandi segir að flestir þeirra sem grunaðir eru um árásir í miðborg Kölnar á nýársnótt séu frá Alsír og Marokkó. Árásirnar vöktu mikil viðbrögð og umræðu bæði í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu en þar sögðust um hundrað konur hafa orðið fyrir kynferðisárás, verið áreittar og rændar. Tilkynningar sem borist hafa lögreglu eru nú 1.054 talsins og snúa 454 þeirra að kynferðisárásum, en sex hundruð að vasaþjófnaði og ránum. Saksóknarinn Ulrich Bremer greinir frá þessu í samtali við Die Welt.Flestir frá Alsír og MarokkóÍ frétt Verdens Gang um málið kemur fram að talsmenn lögreglu í Köln höfðu áður sagt rannsóknina fyrst og fremst beinast að hópi hælisleitenda og ólöglegra innflytjenda í landinu. Af þeim 59 sem nú eru grunaðir um árásirnar koma 25 frá Alsír, 21 frá Marokkó, þrír frá Túnis, þrír frá Þýskalandi, tveir frá Sýrlandi, einn frá Írak, Líbíu, Íran og Svartfjallalandi. Die Welt greinir frá því að alls hafi þrettán manns verið hnepptir í gæsluvarðhald vegna árásanna á nýársnótt og eru fimm þeirra grunaðir um kynferðisbrot.Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands.Vísir/AFPEkki tengja alla inflytjendur við glæpi fámenns hópsHeiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sagði í síðasta mánuði að hann taldi þær hafa verið skipulagðar. „Þegar svo mikill fjöldi manna kemur saman og fremur glæpi, þá getur ekki verið að um tilviljun sé að ræða, heldur hefur þetta á einn eða annan hátt verið fyrirfram ákveðið. Það fer enginn að segja mér að þetta hafi ekki verið undirbúið,“ sagði Haas í síðasta mánuði. Ráðherrann lagði þó mikla áherslu að ekki skuli tengja alla innflytjendur eða hælisleitendur við glæpaverk fámenns hóps.Dreift á samfélagsmiðlaNýráðinn lögreglustjóri í Köln, Jürgen Mathies, segir nú að hann hann telji árásirnar á nýársnótt ekki tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, heldur hafi mannfjöldinn komið saman eftir eftir að auglýsingum var dreift á samfélagsmiðlum. „Einhverjir eiga meira að segja að hafa sagt: „Hæ, förum til Kölnar, þar verður mikið partý“,“ segir hann í samtali við Die Welt. Árásirnar leiddu til mikillar umræðu um stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara í flóttamannamálum.
Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29
Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18