Hiddink segir Hazard að gleyma PSG | Óheppileg ummæli Belgans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 16:30 Eden Hazard. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti