Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 10:23 Einvígis þeirra Sanders og Clinton var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51
Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00