Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í kappræðum, þeim fyrstu eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur. Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur.
Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00