Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í kappræðum, þeim fyrstu eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur. Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur.
Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00