Loris Karius, þýski markvörðurinn sem Liverpool keypti frá Mainz 05 í sumar, verður frá næstu 8-10 vikurnar vegna handarbrots.
Karius handarbrotnaði í leik Liverpool og Chelsea á miðvikudaginn þegar hann lenti í samstuði við varnarmanninn Dejan Lovren. Chelsea vann leikinn með einu marki gegn engu.
Þetta er mikið áfall fyrir Karius sem hætti við að spila með þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó til að reyna að tryggja sér markvarðarstöðuna hjá Liverpool.
Simon Mignolet mun því að öllum líkindum standa í marki Liverpool í fyrstu leikjum tímabilsins. Austurríski reynsluboltinn Alex Manninger verður honum til halds og trausts.
Liverpool keypti hinn 23 ára gamla Karius fyrir 4,7 milljónir punda en hann var aðalmarkvörður Mainz síðustu þrjú tímabil. Þjóðverjinn skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool.
Nýi markvörðurinn handarbrotinn og missir af byrjun tímabilsins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn




Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti



Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti