Gamla brýnið Alex Manninger er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.
Hinn 39 ára gamli Manninger var síðast á mála hjá Augsburg í Þýskalandi en hann á langan feril að baki. Hann skrifaði undir eins árs samning við Liverpool.
Manninger sló í gegn þegar hann kom inn í lið Arsenal fyrir meiddan David Seaman seinni hluta tímabilsins 1997-98.
Manninger hélt hreinu í sex deildarleikjum í röð og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni 1998. Arsenal endaði tímabilið á því að vinna tvöfalt en það voru fyrstu titlarnir sem liðið vann undir stjórn Arsene Wenger.
Manninger hefur farið víða á ferlinum og var m.a. fjögur ár í herbúðum Juventus. Hann lék 34 landsleiki fyrir Austurríki á árunum 1999-2009.
Manninger er annar markvörðurinn sem Liverpool fær í sumar en Þjóðverjinn Loris Karius er einnig genginn í raðir Rauða hersins.
Ein af hetjum fyrsta meistaraliðs Arsene Wenger komin til Liverpool

Tengdar fréttir

Sextán ára strákur skorar í hverjum leik með Liverpool en Klopp mun passa upp á hann
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er búið að vinna þrjá fyrstu æfingaleiki sína fyrir komandi tímabil en nú síðast vann liðið Wigan. Ný hetja hefur fæðst í síðustu leikjum.

Liverpool að næla í markahæsta leikmann Newcastle
Flest bendir til þess að hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum sé á leið til Liverpool frá Newcastle United.

Klavan: Verið draumur minn í 22 ár að spila fyrir Liverpool
Nýr miðvörður Liverpool fékk ósk sína uppfyllta þegar Liverpool gerði við hann samning.

Tilboð Stoke í Allen samþykkt
Breskir fjölmiðlar fullyrða að Liverpool sé búið að samþykkja 13 milljóna punda kauptilboð Stoke City í velska miðjumanninn Joe Allen.

Fyrrverandi samherji Alfreðs til Liverpool
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á Ragnar Klavan, þrítugum miðverði frá Augsburg.

Klopp enn í sárum eftir tapið gegn Sevilla
Liverpool tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að vera 1-0 yfir í hálfleik og missti af Meistaradeildarsæti.