Barcelona setti nýtt markamet á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 19:00 2015 var rosalegt ár fyrir Luis Suárez og félaga hans í Barcelona. Vísir/Getty Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015
Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira