Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:30 Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn. Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn.
Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36