Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum. Vísir/Getty/Samsett Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30