Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum. Vísir/Getty/Samsett Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30