Fótbolti

Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi mynd af liði Chapecoense var tekinn fyrir fimm dögum síðan.
Þessi mynd af liði Chapecoense var tekinn fyrir fimm dögum síðan. vísir/afp
Sex eru sagðir hafa lifað af flugslysið í nótt er flugvél sem var á leið frá Brasilíu til Kólumbíu fórst.

Alls voru 72 farþegar um borð í vélinni og níu áhafnarmeðlimir. Á meðal farþeganna var brasilíska fótboltaliðið Chapecoense.

Liðið var á leiðinni í mót í Kólumbíu. Fyrri leikur liðsins gegn Atletico Nacional frá Medellin átti að fara fram á morgun.

Flugvélin sem hrapaði flutti argentínska landsliðið í leik fyrr í þessum mánuði og hafði einnig flogið með landslið Venesúela.

Vélin fórst í fjallendi nálægt borginni Medellin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×