Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 12:30 Minnisvarði um leikmenn Manchester United sem létust í München 1958. Vísir/Getty 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi. Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi.
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira