Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 12:30 Minnisvarði um leikmenn Manchester United sem létust í München 1958. Vísir/Getty 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira