Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 12:30 Minnisvarði um leikmenn Manchester United sem létust í München 1958. Vísir/Getty 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi. Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heilt íþróttalið missir stóran hluta sinna leikmanna í flugslysi. Alls létust 78 í flugslysinu. Þekkasta flugslys með íþróttalið er örugglega þegar átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi í München árið 1958. Fyrir fimm árum fórst allt íshokkílið Lokomotiv Jaroslavl í Rússlandi eftir flugslys. Að neðan er fjallað um banvæn flugslys þar sem íþróttalið komu við sögu.Frá minningarathöfn um leikmenn Lokomotiv Yaroslavl.Vísir/Getty7. september 2011 Flugvél hrapar stuttu eftir flugtak frá flugvellinum í Yaroslavl á leiðinni til Minsk þar sem íshokkíliðið Lokomotiv Yaroslavl átti að spila. Að minnsta kosti 36 leikmenn og fulltrúar liðsins létust. Þrír Tékkar, tveir Hvít-Rússar, Slóvaki, Svíi, Þjóðverji, Úkraínumaður voru meðal leikmanna liðsins sem fórust. Félagið sagði sig í framhaldinu frá keppni á tímabilinu Fjallgöngumennirnir við brakið sem þeir fundu í Andes-fjöllum í fyrra.Vísir/AP28. apríl 1993 Flugvél með fótboltalandslið Sambíu hrapar í sjóinn fyrir utan Libreville , höfuðborg Gana. Liðið var á leið í leik á móti Senegal í Afríkukeppni landsliða. Enginn lifði af slysið en meðal þeirra sem dóu voru 18 landsliðsmenn Sambíu og fimm forráðamenn liðsins. Heimildarmyndin „Eighteam“ var gerð um slysið.13. október 1972 Flugvél með 45 manns innanborðs hrapar í Andesfjöllunum. Á meðal farþegar eru úrúgvæska rugby-liðið Old Christians frá Montevideo. Sextán lifa af en þeir finnast ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. Myndin „Alive“ frá árinu 1993 er um þetta slys. Brak úr flugvélinni fannst í Andesfjöllunum í fyrra.Frá nóttinni örlagaríku í München.Vísir/Getty6. febrúar 1958 Átta leikmenn Manchester United eru meðal þeirra 23 sem deyja þegar flugvél hrapar eftir misheppnað flugtak í München. Manchester United liðið var á leiðinni til Englands eftir Evrópuleik í Belgrad. Meðal þeirra sem lifa af eru Bobby Charlton og knattspyrnustjórinn Matt Busby. Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi fimmtán dögum síðar. Hann var aðeins 21 árs gamall en þegar kominn í hóp bestu knattspyrnumanna sinnar kynslóðar. Minnisvarði um Busby babes.Vísir/Getty4. maí 1949 Flugvél með ítalska meistaraliði Torino innanborðs flýgur beint á vegg á Superga-hæðinni við Torino og allir farast. Liðið var að koma heim eftir vináttuleik við Benfica í Lissabon. Torino-liðið var besta lið Evrópu en nær allir leikmenn liðsins voru ítalskir landsliðsmenn. Liðið var útnefnt ítalskur meistari tveimur dögum síðar og bæði Torino og mótherjar þeirra tefldu fram unglingaliðum sínum í síðustu fjórum umferðunum. Ítalska landsliðið á HM 1950 flaug ekki til Brasilíu heldur ferðaðist með skipi.
Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira