Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 15:49 Hægrikonan Frauke Petry tók við leiðtogaembættinu í AfD í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu. Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu.
Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00
Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43