Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Frauke Petry einn leiðtoga þjóðernisflokksins AfD fagnaði úrslitunum í gær. Nordicphotos/AFP Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira