Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Frauke Petry einn leiðtoga þjóðernisflokksins AfD fagnaði úrslitunum í gær. Nordicphotos/AFP Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“ Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira