Varar við því að Idlib geti orðið næsta Aleppo Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 23:30 Þessar konur og börn voru á meðal þeirra almennu borgara sem voru fluttir frá Aleppo í dag. vísir/getty Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura. Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað. Augu heimsbyggðarinnar hafa síðustu daga verið á austurhluta Aleppo þar sem sýrlenski stjórnarherinn hefur staðið fyrir linnulausum árásum á uppreisnarmenn og almenna borgara sem voru innilokaðir á svæðum sem voru á valdi uppreisnarmanna. Snemma í morgun gekk í gildi vopnahlé í Austur-Aleppo og var byrjað að flytja almenna borgara sem og uppreisnarmenn frá borginni. Samkvæmt frétt á vef Guardian hafa yfir 2000 manns verið fluttir frá austurhlutanum í dag og þúsundir til viðbótar munu verða fluttir á næstu dögum en talið er að meira en 1000 manns hafi látist í lokaáhlaupi Sýrlandshers á Aleppo og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Borgin öll er nú á valdi stjórnarhersins og er það talinn mikill sigur fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad. di Mistura ræddi við fjölmiðla í kvöld ásamt franska utanríkisráðherranum Jean-Marc Ayrault. Hann sagði að um 50 þúsund manns væru enn inni í austurhluta Aleppo en til þess að tryggja að hlutirnir myndu ganga vel fyrir sig þyrftu Sameinuðu þjóðirnar að fá leyfi til að senda inn fleiri eftirlitsaðila. 40 þúsund eru almennir borgarar sem flytja á til Vestur-Aleppo að sögn di Mistura. Þá eru þeir sem eftir eru um 10 þúsund, og eru það uppreisnarmenn ásamt fjölskyldum. Þeir munu verða fluttir til Idlib. „Ég veit ekki hvað mun gerast í Idlib en ef það verður ekki vopnahlé eða einhvers konar pólitískt samkomulag þá verður borgin næsta Aleppo,“ sagði di Mistura.
Tengdar fréttir Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11 Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34 Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Amnesty segir augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo Íslandsdeild Amnesty kallar eftir því að allar stríðandi fylkingar veiti óbreyttum borgurum í Aleppo vernd hið bráðasta. 15. desember 2016 12:11
Spurt og svarað um Aleppo Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo. 15. desember 2016 15:34
Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo Verið er að flytja fólk til svæða undir yfirráðum uppreisnarmanna vestur af Aleppo. 15. desember 2016 11:55