Spurt og svarað um Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 15:34 Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Vísir/AFP Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo síðustu daga. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur nú náð tökum á nær öllum hverfum borgarinnar eftir að hafa átt í stríði við uppreisnarmenn í borginni um margra ára skeið.Norska ríkisfjölmiðillinn NRK hefur tekið saman svör við fjórum spurningum um ástandið í Aleppo.1. Af hverju er Aleppo svona mikilvæg? Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Átökin um borgina hófust árið 2012 þegar uppreisnarhópar reyndu að þrýsta sveitum stjórnarhersins út úr borginni. Aleppo var þá nokkurn veginn skipt í tvennt þar sem uppreisnarhópar réðu yfir austurhlutanum en stjórnarherinn vesturhlutanum. Sýrlandsher hóf svo stórsókn gegn uppreisnarmönnum í borginni í síðasta mánuði. Haft er eftir Cecilie Hellestveit, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda, að nú standi yfir síðustu dagarnir í baráttunni um Aleppo. Stríðið hafi staðið í fjögur ár og virðist annar deiluaðilinn nú ætla að hafa betur. Bandamenn Sýrlandsstjórnar, stjórnvöld í Íran og Rússlandi, eiga mikið undir hvernig stríðinu í Sýrlandi fram vindur. Það sem eigi sér nú stað í Aleppo sé liður í umfangsmeiri valdabaráttu sem eigi sér stað í og í kringum Aleppo.Vísir/AFP2. Þýðir þetta að stríðinu í Sýrlandi fari að ljúka? Baráttan um Aleppo telst sem mikilvægur áfangi í framvindu borgarastríðsins í Sýrlandi sem hefur nú staðið í tæp sex ár. Vinni Assad sigur í Aleppo stjórnar hann fimm stærstu borgum landsins. Samer Abboud, professor í alþjóðastjórnmálum við Arcadia háskólann í Bandaríkjunum, segir í samtali við Al Jazeera að margir telji „endurheimt“ Aleppo marka endalok stríðsins. Aðrir vilja meina að þetta kunni að vera upphafið að endinum.Sjá einnig:Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Þó að stjórnarherinn nái Aleppo alfarið á sitt vald þá ráða uppreisnarhópar enn yfir stórum svæðum í Idlib, Raqqa og Hama og geta haldið baráttu sinni gegn Sýrlandsstjórn áfram. Þá náðu hryðjuverkasamtökin ISIS nýverið fornaldarborginni Palmyra aftur á sitt vald. Abboud segir að endurheimt Aleppo marki ekki endalok stríðsins. Til að tryggja megi varanlegan frið í landinu þurfi stjórnarherinn að ná stjórn á landinu öllu, og koma á friðarsamningi milli stríðandi fylkinga.Vísir/AFP3. Hvað með fólkið? Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að rúmlega 314 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu frá árinu 2011. 90 þúsund þeirra eiga að hafa verið óbreyttir borgarar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en helmingur íbúa landsins hafi neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir manna eru nú á flótta. Umsátursástand hefur ríkt í austurhluta Aleppo í lengri tíma þar sem íbúar hafa þurft að þola matar- og vatnsskort og vöntun á heilbrigðisþjónustu. Hjálparsamtök hafa átt í vandræðum með að starfa í borgarhlutanum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að enn séu um 50 þúsund manns enn fastir í austurhluta Aleppo og neyðin er mikil. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óbreyttra borgara hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum á síðustu dögum. Þannig segja samtökin Amnesty augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo.Vísir/AFP4. Af hverju braust stríðið út? Friðsöm mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta blossuðu upp í Sýrlandi í mars 2011. Stjórnarherinn var sendur á vettvang til að taka á mótmælunum, sem héldu áfram að breiðast um landið. Til vopnaðra átaka kom sem þróaðist svo út í borgarstríð. Eftir að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011 slapp Aleppo að mestu við þau fjölmennu mótmæli og þær mannskæðu árásir sem einkenndu ástandið í öðrum borgum og bæjum landsins. Þetta breyttist í júlí 2012 þegar uppreisnarhópar létu til skarar skríða og sóttu hart að hersveitum stjórnarhersins og náðu stjórn á stórum hluta í norðurhluta Sýrlands. Í stríðinu hefur Assad og stjórnarher hans barist gegn ólíkum uppreisnarhópum, bæði trúarlegum og hópum ótengdum trúarbrögðum. Í norðurhluta landsins ráða Kúrdar yfir stórum landsvæðum. Samfara þessu hafa íslamskir ofsatrúarmenn valið Sýrland sem vettvang heilags stríðs síns. Þannig hafa hryðjuverkasamtökin ISIS og Jabhat Fatah al-Sham, sem áður gekk undir nafninu Nusra Front, átt í stríði við sveitir Assad og aðra hópa. Til að flækja málin enn frekar hefur Assad notið stuðnings Írana og Rússa, en Bandaríkjaher hefur séð uppreisnarhópum fyrir vopnum í baráttu sinni. Ljóst er að þrátt fyrir að fréttir af því að stjórnarherinn ráði nú aftur yfir Aleppo þá er óöldinni í Sýrlandi á engan hátt lokið. Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo síðustu daga. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur nú náð tökum á nær öllum hverfum borgarinnar eftir að hafa átt í stríði við uppreisnarmenn í borginni um margra ára skeið.Norska ríkisfjölmiðillinn NRK hefur tekið saman svör við fjórum spurningum um ástandið í Aleppo.1. Af hverju er Aleppo svona mikilvæg? Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Átökin um borgina hófust árið 2012 þegar uppreisnarhópar reyndu að þrýsta sveitum stjórnarhersins út úr borginni. Aleppo var þá nokkurn veginn skipt í tvennt þar sem uppreisnarhópar réðu yfir austurhlutanum en stjórnarherinn vesturhlutanum. Sýrlandsher hóf svo stórsókn gegn uppreisnarmönnum í borginni í síðasta mánuði. Haft er eftir Cecilie Hellestveit, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda, að nú standi yfir síðustu dagarnir í baráttunni um Aleppo. Stríðið hafi staðið í fjögur ár og virðist annar deiluaðilinn nú ætla að hafa betur. Bandamenn Sýrlandsstjórnar, stjórnvöld í Íran og Rússlandi, eiga mikið undir hvernig stríðinu í Sýrlandi fram vindur. Það sem eigi sér nú stað í Aleppo sé liður í umfangsmeiri valdabaráttu sem eigi sér stað í og í kringum Aleppo.Vísir/AFP2. Þýðir þetta að stríðinu í Sýrlandi fari að ljúka? Baráttan um Aleppo telst sem mikilvægur áfangi í framvindu borgarastríðsins í Sýrlandi sem hefur nú staðið í tæp sex ár. Vinni Assad sigur í Aleppo stjórnar hann fimm stærstu borgum landsins. Samer Abboud, professor í alþjóðastjórnmálum við Arcadia háskólann í Bandaríkjunum, segir í samtali við Al Jazeera að margir telji „endurheimt“ Aleppo marka endalok stríðsins. Aðrir vilja meina að þetta kunni að vera upphafið að endinum.Sjá einnig:Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Þó að stjórnarherinn nái Aleppo alfarið á sitt vald þá ráða uppreisnarhópar enn yfir stórum svæðum í Idlib, Raqqa og Hama og geta haldið baráttu sinni gegn Sýrlandsstjórn áfram. Þá náðu hryðjuverkasamtökin ISIS nýverið fornaldarborginni Palmyra aftur á sitt vald. Abboud segir að endurheimt Aleppo marki ekki endalok stríðsins. Til að tryggja megi varanlegan frið í landinu þurfi stjórnarherinn að ná stjórn á landinu öllu, og koma á friðarsamningi milli stríðandi fylkinga.Vísir/AFP3. Hvað með fólkið? Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að rúmlega 314 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu frá árinu 2011. 90 þúsund þeirra eiga að hafa verið óbreyttir borgarar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en helmingur íbúa landsins hafi neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir manna eru nú á flótta. Umsátursástand hefur ríkt í austurhluta Aleppo í lengri tíma þar sem íbúar hafa þurft að þola matar- og vatnsskort og vöntun á heilbrigðisþjónustu. Hjálparsamtök hafa átt í vandræðum með að starfa í borgarhlutanum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að enn séu um 50 þúsund manns enn fastir í austurhluta Aleppo og neyðin er mikil. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óbreyttra borgara hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum á síðustu dögum. Þannig segja samtökin Amnesty augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo.Vísir/AFP4. Af hverju braust stríðið út? Friðsöm mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta blossuðu upp í Sýrlandi í mars 2011. Stjórnarherinn var sendur á vettvang til að taka á mótmælunum, sem héldu áfram að breiðast um landið. Til vopnaðra átaka kom sem þróaðist svo út í borgarstríð. Eftir að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011 slapp Aleppo að mestu við þau fjölmennu mótmæli og þær mannskæðu árásir sem einkenndu ástandið í öðrum borgum og bæjum landsins. Þetta breyttist í júlí 2012 þegar uppreisnarhópar létu til skarar skríða og sóttu hart að hersveitum stjórnarhersins og náðu stjórn á stórum hluta í norðurhluta Sýrlands. Í stríðinu hefur Assad og stjórnarher hans barist gegn ólíkum uppreisnarhópum, bæði trúarlegum og hópum ótengdum trúarbrögðum. Í norðurhluta landsins ráða Kúrdar yfir stórum landsvæðum. Samfara þessu hafa íslamskir ofsatrúarmenn valið Sýrland sem vettvang heilags stríðs síns. Þannig hafa hryðjuverkasamtökin ISIS og Jabhat Fatah al-Sham, sem áður gekk undir nafninu Nusra Front, átt í stríði við sveitir Assad og aðra hópa. Til að flækja málin enn frekar hefur Assad notið stuðnings Írana og Rússa, en Bandaríkjaher hefur séð uppreisnarhópum fyrir vopnum í baráttu sinni. Ljóst er að þrátt fyrir að fréttir af því að stjórnarherinn ráði nú aftur yfir Aleppo þá er óöldinni í Sýrlandi á engan hátt lokið.
Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09