Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 11:00 Sársvekktur Kári Árnason gengur af velli eftir 2-1 tap Víkinga gegn KR í Víkinni 2004 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. vísir/teitur Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira