Erlent

Minnst 500 látnir í sókn stjórnarhersins

Samúel Karl Ólason skrifar
Loftárás í Aleppo.
Loftárás í Aleppo. Vísir/AFP
Minnst 500 manns hafa fallið síðan að sókn stjórnarhers Sýrlands hófst við Aleppo í byrjun mánaðarins. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net tengiliða í Sýrlandi, segist hafa staðfest að 506 hafi fallið. Þar á meðal eru 23 börn sem létu lífið í loftárás í Aleppo þann 1. febrúar.

„Minnst 143 hermenn, 274 uppreisnar- og vígamenn og 89 borgarar féllu frá 1. febrúar fram til þriðjudags,“ segir Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri SOFHR.

Í frétt AFP kemur fram að þar að auki hafi 14 hermenn frá Íran og þrír meðlimir Hezbollah fallið í bardögum. Meðal uppreisnar- og vígamanna eru rúmlega hundrað erlendir menn.

Stjórnarherinn hefur sótt fram nærri Aleppo í þessum mánuði undir skjóli loftárása Rússa og eru nálægt því að umkringja borgina. Hluti borgarinnar er í haldi uppreisnarmanna. Tugir þúsunda hafa flúið frá borginni að landamærum Tyrklands og hafa Sameinuðu þjóðirnar varað við því að 300 þúsund manns til viðbótar séu í hættu.


Tengdar fréttir

Viðræður í uppnámi vegna loftárása

Þessa dagana standa yfir í Genf viðræður um átökin í Sýrlandi, þar sem fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu eiga að reyna að finna lausnir, og hafa til þess stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum, Rússlandi, Evrópuríkjum og fleiri löndum.

Segja Tyrki vera komna að þolmörkum

Talið er að rúmlega 3 milljónir flóttamanna séu nú í Tyrklandi en þrátt fyrir það ætla stjórnvöld sér að reyna að taka við fleirum.

Stefnir í umsátur um Aleppo

Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×