Afar fáir að störfum í kynferðisbrotadeild Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að tuttugu nýir lögreglumenn hafi verið ráðnir inn í almennu deildina nýverið. Það skapi rými til að fjölga í öðrum deildum. vísir/stefán Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent