Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 06:00 Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15