Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 14:24 Peter Jonsson og Carl-Fredrik Arndt. mynd/linkedin/facebook Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal. Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal.
Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42