Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 14:24 Peter Jonsson og Carl-Fredrik Arndt. mynd/linkedin/facebook Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal. Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal.
Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent