Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:15 Ingibjörg Sólrún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Kistu sendiherrans var flogið heim í gær. Vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, segir fólk í Tyrklandi mjög slegið vegna morðsins á Andrei Karlov, rússneska sendiherrans í Tyrklandi, á mánudag. Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og að áfallið komi ofan í depurð sem fylgi borgarstríðinu þar, en Tyrkland á landamæri að Sýrlandi. Hún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Hún telur jafnframt að alþjóðasamfélagið sé almennt farið að bregðast við hryðjuverkum með því að leyfa þeim ekki að hafa áhrif á daglegt líf. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Það vildi svo til að ég var stödd í Ankara þegar þetta gerðist og það voru allir mjög slegnir yfir þessum atburði. Af því að þetta er sendiherra þá er þetta náttúrulega árás, ekki bara á einn einstakling, heldur líka á það ríki sem hann er fulltrúi fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. „Menn voru óttaslegnir yfir því að þetta gæti haft áhrif á samskipti Rússlands og Tyrklands sem hafa verið heldur stirð. Og það er varla tilviljun að þetta gerist akkúrat þann dag sem utanríkisráðherra Tyrklands er að fara til Rússlands til að ræða stöðu mála í Sýrlandi við rússnesk og írönsk yfirvöld. Það voru allir talsvert slegnir yfir þessum harmleik og þeim pólitísku tíðindum sem líka í þessu fólust.“Hryðjuverk fái ekki að trufla daglegt líf Aðspurð hvaða pólitísku afleiðingar árásin gæti haft segir hún að tilgangurinn hafi líklega verið að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands en að fólk hafi brugðist öðruvísi við. „Hafi tilgangurinn með þessu verið sá að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands þá held ég að hann hafi ekki náðst heldur kannski þvert á móti að men hafi ákveðið að láta þetta ekki verða þess valdandi. Það er svolítið eins og almennt séu menn búnir að gíra sig inn á það í Evrópu, Tyrkland, Rússlandi og víðar að bregðast við hryðjuverkunum öndvert við það sem það sem þeim er ætlað. Það er að segja að láta þau ekki trufla eðlilega rás atburða eða daglegt líf um of. Mér sýnist að það séu alls staðar viðbrögðin hvort sem það er í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Tyrklandi, að menn reyna að láta þessa atburði ekki taka stjórnina og láta þetta ekki trufla daglegt líf.“Allra augu á Sýrlandi Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og þeir taki aðstæðurnar þar mjög inn á sig. Morðið á mánudag bætist ofan á depurð sem fylgi aðstæðum í Sýrlandi. „Það sem er að gerast í Sýrlandi er náttúrulega mjög nálægt fólki hérna. Það má ekki gleyma því og það er vel hugsanlegt að morðinginn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér vegna þeirra atburða sem eru að gerast hérna við landamærin. Fólk tekur þetta mjög inn á sig sem er að gerast í Sýrlandi, það eru yfir þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna hérna í Tyrklandi og fólk fylgist mjög grannt með gangi mála í Sýrlandi og er mjög skelkað og slegið yfir því sem þar er að gerast. Þannig að þessi atburður í Ankara kemur eiginlega ofan í þá depurð sem fylgir þeim atburðum sem þarna eru að gerast. Tyrkir fylgjast mjög vel með og ræða þessi mál mjög mikið.“ Tengdar fréttir Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43 Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45 Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, segir fólk í Tyrklandi mjög slegið vegna morðsins á Andrei Karlov, rússneska sendiherrans í Tyrklandi, á mánudag. Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og að áfallið komi ofan í depurð sem fylgi borgarstríðinu þar, en Tyrkland á landamæri að Sýrlandi. Hún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Hún telur jafnframt að alþjóðasamfélagið sé almennt farið að bregðast við hryðjuverkum með því að leyfa þeim ekki að hafa áhrif á daglegt líf. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Það vildi svo til að ég var stödd í Ankara þegar þetta gerðist og það voru allir mjög slegnir yfir þessum atburði. Af því að þetta er sendiherra þá er þetta náttúrulega árás, ekki bara á einn einstakling, heldur líka á það ríki sem hann er fulltrúi fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. „Menn voru óttaslegnir yfir því að þetta gæti haft áhrif á samskipti Rússlands og Tyrklands sem hafa verið heldur stirð. Og það er varla tilviljun að þetta gerist akkúrat þann dag sem utanríkisráðherra Tyrklands er að fara til Rússlands til að ræða stöðu mála í Sýrlandi við rússnesk og írönsk yfirvöld. Það voru allir talsvert slegnir yfir þessum harmleik og þeim pólitísku tíðindum sem líka í þessu fólust.“Hryðjuverk fái ekki að trufla daglegt líf Aðspurð hvaða pólitísku afleiðingar árásin gæti haft segir hún að tilgangurinn hafi líklega verið að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands en að fólk hafi brugðist öðruvísi við. „Hafi tilgangurinn með þessu verið sá að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands þá held ég að hann hafi ekki náðst heldur kannski þvert á móti að men hafi ákveðið að láta þetta ekki verða þess valdandi. Það er svolítið eins og almennt séu menn búnir að gíra sig inn á það í Evrópu, Tyrkland, Rússlandi og víðar að bregðast við hryðjuverkunum öndvert við það sem það sem þeim er ætlað. Það er að segja að láta þau ekki trufla eðlilega rás atburða eða daglegt líf um of. Mér sýnist að það séu alls staðar viðbrögðin hvort sem það er í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Tyrklandi, að menn reyna að láta þessa atburði ekki taka stjórnina og láta þetta ekki trufla daglegt líf.“Allra augu á Sýrlandi Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og þeir taki aðstæðurnar þar mjög inn á sig. Morðið á mánudag bætist ofan á depurð sem fylgi aðstæðum í Sýrlandi. „Það sem er að gerast í Sýrlandi er náttúrulega mjög nálægt fólki hérna. Það má ekki gleyma því og það er vel hugsanlegt að morðinginn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér vegna þeirra atburða sem eru að gerast hérna við landamærin. Fólk tekur þetta mjög inn á sig sem er að gerast í Sýrlandi, það eru yfir þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna hérna í Tyrklandi og fólk fylgist mjög grannt með gangi mála í Sýrlandi og er mjög skelkað og slegið yfir því sem þar er að gerast. Þannig að þessi atburður í Ankara kemur eiginlega ofan í þá depurð sem fylgir þeim atburðum sem þarna eru að gerast. Tyrkir fylgjast mjög vel með og ræða þessi mál mjög mikið.“
Tengdar fréttir Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43 Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45 Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45
Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30